31.05.2021

Alþjóðlegur dagur án tóbaks, 31. maí 2021

Dagur án tóbaks er haldinn árlega, þann 31. maí. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO minnir íbúa heimsins á að halda vöku sinni gagnvart tóbaksfíkn. Það þurfum við sannarlega að gera líka, því jafnvel þótt góður árangur hafi náðst í að halda tóbaksneyslu í skefjum á Íslandi, þá eru tóbaksframleiðendur óþreytandi við vöruhönnun og beina þá spjótum sínum gjarnan að þeim sem eru líklegust til að vera viljug að prófa. Undir hlekkjunum hér fyrir neðan má finna fræðslu- og stuðningsefni um tóbaksneyslu og tóbaksvarnir á íslensku og ensku:

http://reyklaus.is

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/tobak

https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/tobaksvarnir

https://www.who.int/campaigns/world-no-tobacco-day/world-no-tobacco-day-2021

Mynd
Myndin sýnir listaverkið "Sólar egg" eftir Daða Guðbjörnsson, en það veitti Embætti landlæknis tóbaksvarnahópi Reykjalundar á degi án tóbaks 2010, í þakklætisskyni fyrir frumkvöðlastarf og baráttu gegn tóbaksfíkn.
Hér er hlekkur á fréttina á vef Embættis landlæknis:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item14115/Reykjalundur_hlytur_vidurkenningu_vegna_tobaksmedferdar

Til baka