Nánar um heilsuræktina og verðskrá
Eins og fyrr segir er stefnt að því að sundhópar í heilsurækt hefjist 11. janúar 2021.
Stefnt er að því, með fyrirvara þó sökum heimsfaraldurs, að sundhópar í heilsurækt Reykjalundar hefjist 11. janúar. Karlaleikfimi hefst ekki þann dag og koma nánari upplýsingar um hana 12. janúar.
Vegna breytinga á meðferðarstarfi Reykjalundar, sökum heimsfaraldurs, seinkar hópum eftir hádegi um nær hálfa klukkustund. Húsið opnar 16.30 í stað 16.05 og eru þátttakendur, af sóttvarnarástæðum, beðnir að virða þau tímamörk og mæta ekki fyrir þann tíma.
Hópur 1 hefst 16.45
Hópur 2 hefst 17.30
Hópur 3 hefst 18.15
Hópur 4 hefst 16.45
Hópur 5 og hópur 6 hefjast á sama tíma og í haust eða kl. 07.00 (hús opnar 6.45)
Örfá pláss eru laus, sala áskriftarkorta er afgreidd í gegnum símanúmer Reykjalundar snr. 585-2000.
Vorönn: er frá mánudeginum 11/1 – fimmtudagsins 27/5.
Verðskrá:
Almennt verð: 51.300,- Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 44.800,-
Einungis er hægt að kaupa allt tímabilið.
Við áskiljum okkur rétt á að fella niður hópa ef næg þátttaka næst ekki.