Til þjónustuþega heilsuræktar Reykjalundar
HEILSURÆKT REYKJALUNDAR OG SMITVARNIR VEGNA COVID
Eins og kunnugt er gengur nú yfir samfélag okkar skæð veirusýking sem er mjög smitandi og getur verið mörgum hættuleg. Þetta fordæmalausa ástand hefur varað í samfélaginu frá því í byrjun mars. Því miður bendir ekkert til annars en að þetta ástand muni vara með einverju móti í allan vetur.
Þar sem Reykjalundur er heilbrigðisstofnun sem sinnir daglega fjölda einstaklinga sem teljast til áhættuhóps vegna veirunnar, verðum við að sýna ítrustu varfærni í sóttvarnarmálum til að tryggja öryggi þeirra. Vegna þessa verður starfsemi heilsuræktar Reykjalundar, því miður, með töluvert breyttu sniði í vetur, en starfsfólk Reykjalundar hefur lagt sig fram við að skipuleggja og hnika til starfsemi þannig að starfsemi heilsuræktar geti verið eins mikil og mögulegt er innan marka sóttvarna.
Okkur þykir mjög leitt að þurfa að grípa til þessara ráðstafanna en við það verður ekki ráðið, frekar en víða annars staðar í samfélaginu. Við hörmum þau óþægindi sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir ykkur.
Allar nánari upplýsingar má nálgast í afgreiðslu í aðalanddyri Reykjalundar.
Það er von mín að allir hlutaðeigendur sýni þessu ástandi skilning og mæti breyttu fyrirkomulagi með bros á vör.
Bestu kveðjur,
Pétur Magnússon
Forstjóri Reykjalundar