Innskriftarmiðstöð Reykjalundar opnar formlega í dag
Innskriftarmiðstöð Reykjalundar opnar formlega í dag en vinna og undirbúningur hennar hefur staðið yfir síðan í júní 2018.
Hlutverk Innskriftarmiðstöðvarinnar er að taka á móti skjólstæðingum Reykjalundar á göngudeild skömmu fyrir endurhæfingarmat. Þar er metin andleg, félagsleg og líkamleg staða einstaklinga í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn yfir endurhæfingarþörf þeirra til að endurhæfingin verði markviss frá upphafi.
Með Innskriftarmiðstöðinni munu jafnframt safnast upp staðlaðar upplýsingar um skjólstæðingahóp Reykjalundar sem veitir betri sýn yfir stöðu hópsins hverju sinni sem er mikilvægt í síbreytilegu umhverfi samtímans. Slíkar upplýsingar nýtast vel í hvers konar skipulagi og stefnumótun þegar tryggja þarf að endurhæfingin mæti þörfum þeirra sem þurfa á þverfaglegi endurhæfingu að halda.
Til baka