08.11.2019

Heimsókn frá Finnlandi

Sjúkraþjálfunardeildin fékk í dag góða heimsókn, en hingað kom Tuula Hyvärinen sjúkraþjálfari frá Finnlandi.

Heimsóknin var fyrir margar sakir merkileg en Tuula vann sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi árið 1979.  Hún er núna á Íslandi vegna útgáfu á bókinni Útkall, tifandi tímasprengja eftir Óttar Sveinsson en Tuula er ein þeirra einstaklinga sem lentu í tveimur flugslysum á Mosfellsheiði árið 1979. Tuula óskaði eftir því að heimsækja sinn gamla vinnustað til rifja að upp gamla tíma og var uppnumin yfir þeim breytingum sem hafa orðið á Reykjalundi.

Með henni á myndinni er Anne Melén sjúkraþjálfari á LSH Háskólasjúkrahúsi og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari Reykjalundar.

Til baka