Nýr bakbæklingur kominn út
Nýr bæklingur um bakið er kominn út sem fjallar um bakverki og þá vitneskjum sem við höfum í dag um orsakir, greiningu, meðferðir og ýmis bjargráð. Einnig er bent á hvenær ber að leita ráða hjá læknum og sjúkraþjálfurum.
Markmið með útgáfu hans er að upplýsa fagfólk og skjólstæðinga um bakverki og m.a. hvernig hægt er að vinna gegn þróun langvinnra verkja, heilsu- og verkjakvíða og hreyfifælni sem að vinna gegn ofnotkun verkjalyfja og ótímabærum myndgreiningum. Er einnig mikilvægur í vitundavakningu og baráttu nútímans við góðri lýðheilsu, ofnotkun lyfja, hreyfingaleysi, vanlíðan og brottfalli fólks frá störfum.
Bæklingurinn var fyrst gefinn út árið 2017 af Félagi sjúkraþjálfara í Bretlandi og Félag sjúkraþjálfara á Íslandi hefur nú gefið hann út. Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi þær Hlín Bjarnadóttir og Kristjana Jónasdóttir þýddu bæklinginn fyrir félagið.
Til baka