17.11.2017
Hollvinasamtökin gefa Reykjalundi 17 rúm
Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu endurhæfingarstofnuninni nýlega 17 vönduð rúm úr 100% náttúrulegum efnum frá sænska fyrirtækinu Hästens ásamt yfirdýnum, dúnsængum og koddum. Rúmin hafa þegar verið sett upp í herbergjum fyrir dvalargesti á Reykjalundi í stað eldri og um margt úr sér genginna rúma sem þar voru áður. Verðmæti gjafarinnar er um 2,8 milljónir króna og hafa Hollvinasamtökin nú afhent Reykjalundi búnað fyrir rúmlega tíu milljónir króna á þessu ári.
Haukur Leósson formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar afhenti Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar rúmin formlega í vikunni að loknum stjórnarfundi í samtökunum.
Til baka