Meistaravörn í lýðheilsuvísindum á Reykjalundi
Föstudaginn 17. mars síðastliðinn fór fram meistaravörn á Reykjalundi þegar Monique van Oosten sjúkraþjálfari hélt meistaraprófsfyrirlestur í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Ísland. Verkefni Monique fjallar um áhrif Buteyko aðferðarinnar á hvíldaröndun og stjórnun astmasjúkdómsins hjá astmasjúklingum. Helstu niðurstöðurnar eru að hvíldaröndun fólks með astma minnkar með Buteyko aðferðinni, notkun á stuttverkandi berkjuvíkkandi lyfjum minnkar verulega (um 85%) og stjórn á astmasjúkdómnum batnar.
Leiðbeinandi Monique í verkefninu var Dr. Marta Guðjónsdóttir rannsóknastjóri á Reykjalundi og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Aðrir í meistaranámsnefndinni voru Auðna Ágústsdóttir og Björn Magnússon.
Prófdómari í meistaraprófinu var Stefán B. Sigurðsson prófessor við Háskólann á Akureyri.
Prófstjóri var Thor Aspelund, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Til baka