28.11.2016
Kransæðabókin komin út
Út er komin Kransæðabókin í ritstjórn Tómasar Guðbjartssonar og Guðmundar Þorgeirssonar, yfirlækna á Landspítalanum og prófessora við Læknadeild Háskóla Íslands. Í bókinni er að finna gagnlegar og auðlesnar upplýsingar um kransæðasjúkdóminn sem hrjáir þúsundir Íslendinga og er hún bæði ætluð almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Fjöldi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisvísinda eru höfundar efnis og þar á meðal tveir starfsmenn hjartasviðs Reykjalundar, Magnús R. Jónasson læknir og Sólrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari. Bókin fæst í Hagkaup og Bónus og kostar 5.900 kr.
Til baka