03.02.2016
Slökkviliðið kallað að Reykjalundi
Slökkviliðið var kallað að Reykjalundi snemma í morgun. Ástæðan var brunalykt sem kom frá lyftu og barst inn á sólarhringsdeildina Miðgarð og gistingu sjúklinga á þriðju hæð í A-húsi. Sem betur fer var ekki um eld að ræða heldur hafði hurðamótor í lyftunni brunnið yfir.
Viðbrögð starfsmanna voru hárrétt og algjörlega í samræmi við viðbragðs- og rýmingaráætlun Reykjalundar í svona aðstæðum. Húsnæðið var rýmt á skömmum tíma og fólki komið fyrir á öruggum stað. Starfsemin raskaðist nánast ekkert og var komin í venjulegt horf um kl. 8.00 í morgun.
Til baka