23.10.2015

Iðjuþjálfun náms- og kynnisferð til Boston

Iðjuþjálfadeild Reykjalundar fór í október í náms- og kynnisferð til Boston í Bandaríkjunum. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér iðjuþjálfun á endurhæfingarstöðum í borginni, heimsækja háskóla, skoða námsbraut í iðjuþjálfun og sitja málþing um stefnumótun.

Farið var í heimsókn á eftirfarandi staði:

Spaulding hospital in Charlestown
Endurhæfingarstofnum í nýju húsnæði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Þarna fer fram 1. stigs endurhæfing á mismunandi sviðum og taugateymi staðarins kynnti starfsemi sína.

Tufts, medical center
Yfiriðjuþjálfi stofnunarinnar kynnti einstaklings- og hópa meðferð á geðsvið.

Boston University
Tókum þátt í málþinginu „Lead the Way“ sem fjallaði um endurhæfingu og iðjuþjálfun ýmissa hópa, sumarprógramm fyrir mænuskaðaða, krabbameinsveikar konur, iðjuþjálfun á bráðasviði og iðjuþjálfun fyrir bændur. Skoðað húsnæði háskólans fyrir námsbraut í iðjuþjálfun.

Spaulding outpatient center
Þarna fer fram endurhæfingu hjá einstaklingum sem lengra eru komnir í endurhæfingarferlinu og byrjaðir að fara út í samfélagið á ný. Yfiriðjuþjálfi kynnti meðferð tengda verkjum, taugaskaða og starfsendurhæfingu.

Barnaiðjuþjálfun
Heimsóttum einkarekna barnaiðjuþjálfun þar sem notuð er SI meðferð (sanse integration).

Ferðin var á allan hátt hin ánægjulegasta, mjög vel var tekið á móti okkur og gestgjafar lögðu sig fram um að kynna okkur starfsemi sína á áhugaverðan máta.

Við þökkum öllum þeim sem hafa veitt iðjuþjálfadeildinni stuðning og gert þessa ferð að veruleika.

Til baka