04.02.2015
Birting vísindagreinar
Nú á dögunum birtist vísindagrein í tímaritinu Open Journal of Respiratory Diseases um öndunarhreyfingar hjá sjúklingum með svæsna langvinna lungnateppu og lungnaþembu. Aðalhöfundur greinarinnar er Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari á Reykjalundi og meðal meðhöfunda hennar eru tveir aðrir starfsmenn á Reykjalundi, læknarnir Hans Jakob Beck og Magdalena Ásgeirsdóttir. Greinina má lesa hér.
Til baka