03.02.2015

Útivist og umhleypingar

SnjómoksturÞessa dagana hefur útiverkstjóri í nógu að snúast við snjómokstur og hálkuvarnir og göngustjórar minna sjúklinga á að nota brodda á skó. Þrátt fyrir umhleypinga er hvatning til útivistar mikilvægur hluti af endurhæfingu á Reykjalundi. Áhersla er lögð á að klæða sig eftir veðri, en láta veður ekki hindra útivist. Einnig má benda á að snjórinn eykur fjölbreytni í þjálfuninni, því gönguskíðin eru tekin fram um leið og tækifæri gefst til þess.

Til baka