03.11.2014

Áhrif hreyfingar á parkinsonsveiki - umfjöllun í Kastljósi

Þann 28. Október sl. var umfjöllun í Kastljósi á RÚV um áhrif hreyfingar sem meðferð við parkinsonsveiki. Þar var m.a. tekið viðtal við Andra Þór Sigurgeirsson, sérfræðing í taugasjúkraþjálfun, sem starfar á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar. Helstu áhersluþættir voru þeir að nægilega mikil hreyfing getur hægt á framgangi parkinsonsveikinnar. Einnig var rætt við Snorra Má Snorrason og Hrafnhildi B. Sigurðardóttir sem sjálf glíma við parkinsonsveiki, en hafa sannreynt mátt hreyfingar sem meðferð við parkinsonsveiki. Umfjöllunin í heild sinni:

RÚV Kastljós, 28. október 2014
Hreyfing hjálpar parkinsson sjúklingum

Til baka