17.10.2014

Langtímaárangur offitumeðferðar vekur athygli

Í vikunni var greint frá góðum árangri af offitumeðferð á Reykjalundi. Í sjónvarpsfréttum RÚV var rætt við Guðlaug Birgisson sjúkraþjálfara og lýðheilsufræðing um langtímaárangur af meðferðinni. Meistaraverkefni Guðlaugs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands var fjölþætt rannsókn á langtímaárangri offitumeðferðarinnar á Reykjalundi. Þar var offitusjúklingum fylgt eftir í 4 ár eða frá upphafi meðferðar og þar til liðin voru 1-2 ár frá meðferðarlokum. Kemur þar fram að árangurinn er með því betra sem gerist miðað við sambærilegar meðferðir erlendis. Einnig var rætt við Gróu Axelsdóttur sem sótti umrædda meðferð og hefur náð að breyta lífi sínu til batnaðar. Sjá má fréttirnar með því að smella á eftirfarandi tengil:

RÚV frétt, 15. október 2014
Ekki kúr heldur varanleg lífsstílsbreyting

RÚV frétt, 14. október 2014
Andlegur ávinningur jafnt sem líkamlegur

Til baka