Ritrýnd tímaritsgrein um geðhjúkrun
Rósa María Guðmundsdottir MS, BS sérfræðingur í geðhjúkrun og hjúkrunarstjóri á geðsviði Reykjalundar og Dr. Marga Thome Professor Emerita við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, hafa fengið birta grein í ritrýndu erlendu fagtímariti, Journal of Psychiatric and Mental Health Nursing. Titill greinarinnar er Evaluation of the effects of individual and group cognitive behavioural therapy and of psychiatric rehabilitation on hopelessness of depressed adults: a comparative analysis. Greinin er byggð á lokaverkefni Rósu Maríu til MS gráðu, en hún lauk því námi vorið 2007. Tímaritið er ekki komið út á prenti ennþá, en greinin er nú þegar aðgengileg í vefaðgangi tímaritsins og vert er að óska þeim Rósu Maríu og Mörgu til hamingju með birtinguna.
Til baka