23.01.2013
Parkinsonsveikin staðfest - hvað svo?
Fimmtudaginn 18. apríl 2013, kl. 13 verður fræðsludagur á vegum parkinsonsteymis Reykjalundar fyrir fólk sem nýlega hefur greinst með parkinsonsveiki og aðstandendur þess.
Markmið fræðsludagsins er að upplýsa þátttakendur um sjúkdóminn og meðferðarmöguleika. Áhersla er lögð á virkni einstaklingsins, ábyrgð á eigin heilsu og aðlögun að lífi með langvinnan sjúkdóm. Dagskrá sést hér
Í teyminu eru:
Læknir, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi, talmeinafræðingur og sjúkraþjálfari.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 585-2107, hjá
Hafdísi Gunnbjörnsdóttur, hjúkrunarfræðingi.
Aðgangur er ókeypis.
Með fyrirvara um næga þátttöku