Forsíða » Endurhæfing » Ferli endurhæfingar
Kynningarfundur

Kynningarfundurinn er fyrsta skrefið í endurhæfingu og mælst er til þess að fólk mæti á fundinn. Á fundinum er farið yfir starfsemi stofnunarinnar og hvað felst í því að vera í endurhæfingu á Reykjalundi. Eftir fundinn geta sjúklingar, í samráði við fagfólk teyma, tekið afstöðu til þess hvort þeir teljir Reykjalund vera ákjósanlegan stað fyrir sig.

Skráningarmiðstöð

Allir sem koma til endurhæfingar eða endurhæfingarmats á Reykjalundi eiga að hafa fyrstu viðkomu á skráningarmiðstöð Reykjalundar. 

Tilgangur skráningarmiðstöðvar á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð er að skima fyrir vandamálum og meta með stöðluðum hætti andlega, félagslega og líkamlega stöðu sjúklinga áður en endurhæfing hefst þannig að íhlutun verði markviss frá upphafi endurhæfingar. Auk þess að framkvæma árangursmat og leggja grunn að miðlægri samantekt á árangri á húsvísu og sem hluti af gæðavísum starfseminnar.

Framkvæmdar eru beinar mælingar, lögð eru fyrir stöðluð matstæki og skimunarspurningar.

Endurhæfingarmat í endurhæfingarmatsviku

Endurhæfingarmatsdagar eru fimm daga innskrift á dagdeildir Reykjalundar þar sem þverfaglegt teymi metur endurhæfingarþörf sjúklinga. 

Niðurstaða matsdagana ákvarðar áframhaldandi endurhæfingu á Reykjalundi. Sjúklingi kann einnig að vera vísað í önnur úrræði. Sjúklingar hitta fagfólk teyma, líkamlegt ástand er metið og fræðsla fer fram. 

Markmiðsfundur

Í lok endurhæfingarmatsviku er markmiðsfundur með sjúklingi þar sem sjúklingur annað hvort kallaður inn í endurhæfingu eða vísað í önnur úrræði ef endurhæfing á Reykjalundi er ekki talin

Vísað í önnur úrræði

Niðurstaða eftir endurhæfingarmatsviku getur verið að læknir metur að endurhæfing á Reykjalundi muni ekki skila sjúklingi tilætluðum árangri og vísar hann þá sjúklingi í örnnur úrræði. Þetta kemur ekki í veg fyrir að eftir að hafa lokið meðferð í öðrum úrræðum….komið síðar í meðferð á Reykjalundi.

Endurhæfing 

Uppbygging meðferðar í endurhæfingu getur verið ólík og miðað er við þarfir og getu hvers og eins. Meðal meðferðartími í aðal endurhæfingalotu er oft 4-6 vikur en lengd meðferðar er þó alltaf ákvörðuð út frá einstaklingshæfðu mati. Eins getur ákefð meðferðar verið ólík og hver og einn fær sína einstaklingsmiðuðu dagskrá. Einstaklingshæfð meðferðaráætlun er gerð fyrir hvern og einn. Mikilvægt er að markmið séu raunhæf en þau miðast alltaf við að auka færni og getu í daglegu lífi. Því skiptir höfuðmáli að frá upphafi meðferðar sé athygli beint að heimavelli og hvernig yfirfæra má breyttar venjur yfir á dags daglegt líf. Helgarleyfi eru kjörin tími til að prófa sig áfram í breyttum venjum. Hefja þarf undirbúning útskriftar á fyrsta degi endurhæfingar.

Skip to content