18.04.2024

Kynning á stefnu og viðbragðsáætlunum varðandi EKKO-atvik

Samkvæmt stefnu Reykjalundar á hér að ríkja starfsumhverfi og menning þar sem sjúklingar, starfsfólk og aðrir sem koma að starfseminni upplifa öryggi og vellíðan. Stuðla skal að andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu með markvissu forvarnarstarfi, skýrum verkferlum, viðbragðsáætlunum, stuðningi og eftirfylgd. Einelti, áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi, kynferðisleg áreitni og ofbeldi (EKKO) verður ekki undir neinum kringumstæðum umborið og er allar ábendingar um slíkt teknar alvarlega. Í tilvikum EKKO skal fylgja forvarnar- og viðbragðsáætlunum sem og viðeigandi verkferlum.
Í gær héldu öryggisnefnd Reykjalundar og starfshópur um öryggismál og meðferð EKKO atvika, kynningu fyrir starfsfólk á vinnu sinni varðandi þróun og framsetningu á stefnu, skilgreiningum og viðbragðsáætlunum í meðferð EKKO atvika hér á Reykjalundi. Kynning var vel sótt og mjög áhugaverð. Við þökkum fyrir vandaða kynningu og flotta vinnu í þessum málaflokki.

Á meðfylgjandi mynd er þrír fulltrúar úr öryggisnefnd Reykjalundar að lokinni kynningunni: Frá vinstri Hlín sjúkraþjálfari, Rakel María félagsráðgjafi og Inga Hrefna sálfræðingur.

Til baka