14.03.2024

Hollvinir komu færandi hendi.

Á aðalfundi Hollvinasamtaka Reykjalundar sem fram fór nýlega, afhentu samtökin Reykjalundi mikilvægar gjafir. Um er að ræða göngugrindur sem notaðar verða á sólarhringsdeildinni Miðgarði, en grindurnar er sérstaklega ætlaðar fyrir fólk í yfirþyngd. Mikil þörf hefur verið á slíkum grindum. Þær létta bæði sjúklingum og starfsfólki daglegt líf og auka á lífsgæði sjúklinga sem þurfa að dvelja á Reykjalundi allan sólarhringinn. Gjöfin er að verðmæti tæplega 800 þúsund krónur.

Á myndinni má sjá nokkra Hollvini Reykjalundar ásamt fulltrúum starfsfólks við afhendingu gjafarinnar.

Reykjalundur þakkar Hollvinasamtökunum kærlega fyrir.

Til baka