18.06.2021

Nýtt blandsstraumstæki gefið á Reykjalund

Á dögunum kom stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík í heimsókn hingað á Reykjalund. Erindið var að afhenda formlega Blandstraumstæki sem sjóðurinn hefur gefið Reykjalundi.

Blandsstraumstækið er að verðmæti um ein milljón króna. Það verður nýtt í sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar en tækið veitir m.a. djúpverkandi meðferð á bólgur í liðum og vöðvum.

Gaman er að segja frá því að Styrktarsjóðurinn, sem er 152 ára þá þessu ári, hefur verið öflugur bakhjarl Reykjalundar síðustu áratugi og fært okkur fjölda merkra gjafa á þessu tímabili fyrir tugi milljónir króna á núvirði.

Meðfylgjandi mynd var tekin af stjórn sjóðsins ásamt nokkrum stjórnendum Reykjalundar og hluta af starfsfólki sjúkraþjálfunardeildarinnar.

Stjórnendur og starfsfólk Reykjalundar senda Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna í Reykjavík sínar bestu þakkarkveðjur.

Til baka