21.08.2020

Óskar Jón ráðinn framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar á Reykjalundi

Ágæta samstarfsfólk á Reykjalundi,

Mér er ánægja að tilkynna að Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar. Starf framkvæmdastjóra þjálfunar og ráðgjafar er nýtt starf í skipuriti Reykjalundar og var það auglýst laust til umsóknar í lok júní s.l.

Óskar Jón hefur víðtæka þekkingu og reynslu af endurhæfingarmálum og stjórnun. Hann hefur meðal annars starfað hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði, Heilsuborg og Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins Íslands í Hveragerði auk sjö ára reynslu af störfum hér á Reykjalundi. Jafnframt átti Óskar Jón sæti í starfsstjórn Reykjalundar frá nóvember 2019 til maí 2020 og þekkir því vel til starfseminnar.

Óskar Jón kemur að fullu til starfa 1. október en mun þó áður hefja störf að hluta.
Við bjóðum Óskar Jón velkominn í Reykjalundarhópinn en það er sannarlega fengur að fá hann til okkar!

Til baka