22.06.2016

Hugræn atferlismeðferð – aukið aðgengi

HAM bók og verkefnaheftiHugræn atferlismeðferð (HAM) hefur verið notuð á Reykjalundi frá árinu 1997, aðallega við þunglyndi, kvíða, krónískum verkjum og offituvanda. Einnig er þessi nálgun notuð til að takast á við áföll, s.s. í kjölfar langvarandi sjúkdóma eða slysa.

HAM-bók Reykjalundar kom út árið 2010 og vefútgáfan 2011. HAM-ið hefur notið vaxandi vinsælda og aukin krafa er um betra aðgengi almennings að gagnreyndri sálfræðimeðferð. Nýleg umfjöllun í fjölmiðlum bendir einnig á mikilvægi þess að auka aðgengi að HAM. Sjá RUV

Til baka